Streymi

Samfylkingin í beinni: Vinnan, kjörin og kórónaveiran

Samfylkingin í beinni er vettvangur þar sem jafnaðarmönnum gefst kostur á að ræða málin, leita hugmynda og spyrja spurninga.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, ræðir að þessu sinni við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB, saman ætla þær að fara yfir stöðu líðandi stundar og kryfja málin.

Hægt er að senda inn spurningar og vangaveltur, [email protected], til okkar fyrirfram og við reynum eftir bestu getu að svara öllum.