Laufásvegur 81, 101 Reykjavík

Gönguferð 60+ í Samfylkingunni á höfuðborgarsvæðinu - Hlíðarendi

Gönguferð um nýja Hlíðarendahverfið með leiðsögn Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa.

Sælir ágætu félagar 60+ í Samfylkingunni á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og alþjóð höfum við eins og aðrir tekið því rólega og hlýtt Víði. Nú er árangurinn að koma í ljós og allir farnir að geta hreyft sig með takmörkunum og því ætlum við í 60+ í Reykjavík að standa fyrir gönguferð með leiðsögn Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa og nefndarmanns skipulagsnefndar um hið nýja Hlíðarendahverfi. Við bjóðum öllum Samfylkingarfélögum 60 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu að koma með okkur í þessa áhugaverðu gönguferð.
  
Lagt verður af stað kl. 14:00 á fimmtudaginn kemur, uppstigningardag frá Gamla Kennaraskólanum, Laufásvegi 81, gengið þaðan yfir í Hlíðarendahverfið og endað á Nauthól þar sem við getum keypt okkur kaffi og átt notalega stund saman. Þeir sem ekki treysta sér í gönguna en langar að hitta okkur í kaffispjalli geta komið beint á Nauthól, við áætlum að vera þar á milli kl. 15 – 15:30.