Streymi

Samtalið: Þekkingarþorpið Ísland í samfélagi framtíðarinnar

Samtalið er hlaðvarps- og streymisþáttur þar sem grasrót Samfylkingarinnar fer yfir málefni líðandi stundar og fær til sín skemmtilega gesti úr íslensku þjóðfélagi.

Samfélög sem leggja áherslu á nýsköpun þurfa að gera það í samhengi við öflugt menntakerfi, þá sérstaklega með stuðningi við framsækna rannsóknarháskóla og hagstæðri umgjörð nýsköpunarfyrirtækja.

Arðurinn sem rannsóknir skila samfélaginu er óumdeildur, bæði þegar litið er til fjárhagslegra lífsgæða og grænna lausna fyrir sjálfbært samfélag. Rannsóknir sá fræjum fyrir atvinnulífið, en það þarf að gefa þeim aðstæður og rými til að lifna við og vaxa.

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands, og Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Nox medical, ræða menntun, nýsköpun og rannsóknir, og hlutverk þeirra í samfélagi framtíðarinnar, í samtali við við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, formann menntanefndar Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóra Almannaróms – miðstöðvar máltækni á Íslandi.