Streymi & Ármúli 4, 108 Rvk.

Samtalið: Sjálfbært Ísland

Samtalið er hlaðvarps- og streymisþáttur þar sem grasrót Samfylkingarinnar fer yfir málefni líðandi stundar og fær til sín skemmtilega gesti úr íslensku þjóðfélagi.

Samtalið er hlaðvarps- og streymisþáttur þar sem grasrót Samfylkingarinnar fer yfir málefni líðandi stundar og fær til sín skemmtilega gesti úr íslensku þjóðfélagi.

Að þessu sinni ætlum við að vera með nokkur sæti fyrir áhorfendur sem gefst kostur á að vera með og spyrja spurning. Sökum þess að sæta fjöldinn er takmarkaður biðjum við fólk um að skrá sig með því að fylla út í eyðublaðið hér, einnig að láta okkur vita ef þið komist ekki en hafið skráð ykkur svo þeir sem ekki komust að geti þá fengið sætið:

https://docs.google.com/forms/d/1nIddsCUxq7-qJ5oyxVrcYfPxSFajWdYYzZg8G7Zevew/prefill?fbclid=IwAR29azzdhFyyiGAKHgmr_tZBSIkjm01UD5dzBHKyFYng3HbFMcSDMUWei_U

Ljóst er orðið að útbreiðsla kórónuveirunnar sem ber sjúkdóminn Covid-19 hefur þegar haft áhrif sem eru án fordæma á samfélög og efnahagslíf. En hvaða áhrif hefur hún haft á umhverfi okkar og náttúru? Hvað getum við lært af þessu?

Eva Baldursdóttir formaður umhverfisnefndar sem tekur á móti þeim Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, Auði Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar og Sigurði Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkusetursins, til að fara stöðuna eins og hún kemur þeim fyrir sjónir.

----
Ályktun um aðgerðir við loftslagsvá, sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 19. október kveður á um að gert sé ráð fyrir að draga úr losun gróðurhúslofttegunda um 55% árið 2030, notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt árið 2030, sérstakt embætti loftslagsráðherra verði sett og 2,5% af vergri landsframleiðslu verði varið til loftslagsaðgerða.