Vatnsmýrin – þekkingarsamfélag, íbúabyggð og samgöngur

Þekkingarganga
Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður þér í þekkingargöngu um Öskjuhlíðina og Vatnsmýri með Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa sem leitast við að svara eftirfarandi spurningum og fleiri sem kunnu að vera bornar upp:
Hvað er framundan í Vatnsmýrinni?
Hvernig mun íbúabyggðin líta út?
Hvað er að gerast í þekkingarsamfélaginu?
Hvernig verður með samgöngur á svæðinu, til dæmis úr Skerjafirði? Verður Borgarlínan á svæðinu?
Hvað með flugvöllinn?
Lagt er af stað frá Perlunni kl. 17:00 og endaði í Fjósinu við Hlíðarenda þar sem kostur gefst á frekara samtali yfir kaffibolla ef fólk vill.
Áætlað er að þekkingargangan taki rúmlega klukkustund.
Gangan ætti að vera létt og henta flestum aldurshópum. Ef fólk á erfitt með gang til baka að Perlu - þá verður boðið upp á skutl frá Fjósi til Perlu.
Við hvetjum barnafjölskyldur sérstaklega til þátttöku enda er Öskjuhlíðin ævintýraskógur fyrir börn.
Verið öll hjartanlega velkomin að fræðast um Vatnsmýrina okkar og framtíðina!