Aðalfundur kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis

Logi Einarsson og Guðjón Brjánsson taka til máls á fundinum og fara yfir stöðuna í stjórnmálunum
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf með kosningum í stjórn og önnur embætti.
Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum og fara yfir stöðuna í stjórnmálunum í dag.
Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða tilnefna í stjórn, eða til annarra embætta sem kosið verður um, er bent á að hafa samband við Ólaf Inga Guðmundsson, formann uppstillingarnefndar fyrir 10. september í netfangið [email protected]eða í síma 847-7700.
Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast undirritaðri fyrir 4. september í netfangið [email protected].
Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfundinn, ræða stöðuna í stjórnmálunum í dag og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna alþingiskosninga á næsta ári.
Fyrir hönd stjórnar kjördæmisráðs,
Bryndís Friðgeirsdóttir, formaður