Zoom

Málefnafundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík - Alþjóðamál, velferðarmál og atvinnumál

Fundirnir eru ætlaðir til kynningar og samtals um stefnudrög Samfylkingarinnar og niðurstöður á starfi málefnanefnda

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður upp á tvo fjarfundi í vikunni. Sá fyrsti er þriðjudaginn 22. september og sá síðari á miðvikudaginn 23. september.

Fundirnir eru ætlaðir til kynningar og samtals um stefnudrög Samfylkingarinnar og niðurstöður á starfi málefnanefnda fyrir félaga í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík en félögum gefst kostur á að senda inn umsögn eða breytingartillögur um málefnin. 

Er þessi kynning og umsagnarvinna undirbúningur fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður 6. og 7. nóvember næstkomandi.

Ellen Calmon og Mörður Árnason munu hafa umsjón með fundunum.
 

Þriðjudaginn 22. sept.: 

Kl. 17 Alþjóðamál - Magnús Skjöld 

Kl. 18 Velferðarmál - Vilborg Oddsdóttir. 

Kl. 19 Atvinnumál - Höskuldur Sæmundsson.

Opna fundinn hér.

Þér er velkomið að koma inn á fundina hvenær sem þér hentar og fara þegar hentar. Það má vera að sumir vilji einvörðungu taka þátt á einu málefnasviði frekar en öðru.