Heiða Björg og Helga Vala í beinni

Heiða Björg og Helga Völa hafa báðar gefið kost á sér til varaformanns
Við getum verið stolt af þeim tveimur framboðum sem hafa komið fram til varaformennsku Samfylkingarinnar en það eru stöllurnar og félagar okkar í SffR Heiða Björg Hilmisdóttir og Helga Vala Helgadóttir sem hafa báðar boðið sig fram til að gegna því mikilvæga trúnaðarstarfi.
Af því tilefni ætlum við að bjóða til fjarfundar með þeim Heiðu Björgu og Helgu Völu sem fer fram á Zoom fimmtudaginn 22. október kl. 20, hægt verður að tengjast fundinum hér.
Heiða og Helga ætla að vera með okkur í beinni og segja okkur frá þeirra helstu áherslum í stjórnmálum og af hverju þær gefa kost á sér í varaformennskuna.
Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður og rithöfundur verður fundarstjóri og Ellen Calmon varaborgarfulltrúi og forman SffR verður honum til aðstoðar.
Fundurinn fer fram á Zoom og gefst fundargestum tækifæri á að spyrja þær stöllur spurninga í spjallglugganum.
Með vinsemd og virðingu,
stjórn SffR