Í sal Samfylkingarinnar í Kópavogi, Hlíðarsmára 9.

FRESTAÐ! - Námskeið: Hvað er jafnaðarstefnan

rauð, fánar, hnefar, hnefi,

Námskeiðið verður haldið þrjá þriðjudaga í röð, 6., 13. og 20. október kl. 20-22

Fræðsluráð Samfylkingarinnar og Samfylkingin í Kópavogi bjóða félögum upp á 3 daga námskeið um jafnaðarstefnuna. Námskeiðið verður haldið þrjá þriðjudaga í röð, 6., 13. og 20. október kl. 20-22 í sal Samfylkingarinnar að Hlíðarsmára 9. Hressing verður á staðnum. Námskeiðið kostar 4.000 kr. og við skráningu og greiðslu fá þátttakendur bók Námskeiðsins, Hvað er jafnaðarstefnan eftir Ann- Marie Lindgren og Ingvar Karlsson, senda í pósti. Þátttakendum gefst einnig kostur á að kaupa Úr fjötrum, sögu Alþýðuflokksins og Í samtök, sögu Alþýðusambands Íslands fyrir 3.000 kr stykkið og verða bækurnar til reiðu í fyrstu kennslustund.

Leiðbeinandi verður Kjartan Valgarðsson, fulltrúi í fræðsluráði Samfylkingarinnar.

Námskeiðið er sambland af námi og leshring. Mjög mikilvægt er að þátttakendur komi undirbúnir. Stuðst verður við bókina Hvað er jafnaðarstefnan, hún er 6 kaflar og verða 2 kaflar teknir fyrir í hverri kennslustund. Reikna má með að hver kennslustund verði um 2 klst. Hver kennslustund hefst á um 20 mín. inngangi leiðbeinanda og síðan taka við samræður. Þátttakendur fá útdrátt úr hverjum kafla ásamt umræðuefnum og -spurningum sent í tölvupósti. Tilvalið verður að bæta umræðuefnum og álitaefnum við listann og bæta þannig næstu námskeið.

Í síðasta tímann, sem fjallar um framtíðina og nýjar áskoranir, mun mæta forystufólk úr flokknum, eins og kostur verður á. Fyrir þann tíma munu þátttakendur einnig fá sendar valdar greinar um áskoranir og vanda jafnaðarmanna á nýjum tímum, tímum breyttrar stéttabaráttu, tilrauna til nýrra skilgreininga á verkalýðsstéttinni og svör jafnaðarmanna við auknum styrk populista.

Kaflar bókarinnar eru:

  1. Sænskir jafnaðarmenn – sagan (hér verðum við með íslenska sögu f.o.fr.)
  2. Hugmyndir og samfélagsgreining
  3. Hugmyndaleg þróun jafnaðarstefnunnar
  4. Skipting framleiðsluarðsins
  5. Markaður og stjórnmál
  6. Jafnaðarstefnan á okkar dögum

Skráning hér