Zoom

Ertu með fimm háskólagráður? Menntun og vinna í fjórðu iðnbyltingunni

Menntanefnd Samfylkingarinnar býður á opinn fund um menntun og vinnu í fjórðu iðnbyltingunni.

Hvernig hefur fjórða iðnbyltingin breytt störfunum okkar? Verður næsti vinnufélaginn kannski róboti? Hvernig breytir sjálfvirknivæðing starfa íslenskum vinnumarkaði? Er háskólamenntun lykillinn að vinnumarkaðnum? Er hlustað á nemendur? Hvernig tengjast sköpun og hagvöxtur? Hvernig þurfum við að breyta menntakerfinu til að tryggja jöfn tækifæri allra í samfélagi framtíðar?

  • Verður næsti vinnufélaginn róbot? Breytingar á störfum í fjórðu iðnbyltingunni. Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðingur og frumkvöðull.
  • Hver er framtíðin á íslenskum vinnumarkaði? Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Háskólamenntun og starfsþróun. Lykill að vinnumarkaðnum? Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrum alþingismaður.
  • Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar? Isabel Alejandra Díaz, formaður SHÍ.
  • Hvernig tengjast sköpun og hagvöxtur? Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
  • Jöfn tækifæri í samfélagi framtíðar. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, formaður menntanefndar Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni.
  • Iðnnámið og tengingar við háskóla. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar.

Fundurinn fer fram á Zoom: https://zoom.us/j/99030473839