Zoom

Spegill fyrir Skugga Baldur

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til fjarviðburðar um bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til fjarviðburðar um bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur "Spegill fyrir Skugga Baldur – Atvinnubann og misbeiting valds" mánudaginn 30. nóvember kl. 20:00 – 21:00.

Á viðburðinum mun Ólína fara stuttlega yfir innihald bókarinnar og hvers vegna henni hugkvæmdist að rita hana. Þátttekendum mun gefast færi á að spyrja höfundinn út í efnisatriði bókarinnar og eiga samræður um hana.

Þátttakendur eru hvattir til að lesa bókina eða kynna sér innihald hennar og hafa tækifæri á að kaupa bókina á sérstöku tilboðsverði eða á krónur 3.000. - með því að senda póst á [email protected] með efnisheitinu „vegna Samfylkingarfundar tilboð“.

Við vonumst til að s(k)já ykkur sem flest! Öll velkomin!

Umsjónarkonur verða Ellen Calmon forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir stjórnarkona í SffR og varaþingman Samfylkingarinnar.

https://zoom.us/j/97112153654