Fundur 60+ um lífeyrismál

Fundurinn er opinn öllum
Á fundi landshreyfingar 60+, verða lífeyrismál eldri borgara á dagskrá.
Framsögumenn verða þeir:
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Finnur Birgisson arkitekt og baráttumaður fyrir bættum kjörum eftirlaunafólks.
Nú er skammtur tími til stefnu þar til að fjárlög verði afgreidd og í gangi er áskorun frá Félagi eldri borgara um að lífeyrir eldri borgara og öryrkja verði í samræmi við launaþróun í landinu. Eða eins og segir í áskoruninni að „farið verði að lögum“.
Við hvetjum alla félaga Samfylkingarinnar til að mæta á þennan fund og kynna sér málið.