Zoom

Bókakvöld Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

Að þessu sinni höfum við boðið Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur til okkar til að lesa og spjalla um bókina þeirra Konur sem kjósa: Aldarsaga.

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hefur í nokkur ár skapað þá hefð að hittast á aðventunni eiga notalega stund saman og hlýða á rithöfunda lesa úr bókum sínum sem koma út á árinu.

Að þessu sinni höfum við boðið Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur til okkar til að lesa og spjalla um bókina þeirra Konur sem kjósa: Aldarsaga.

"Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Titillinn vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélagið allt. Sjónum er beint að einu kosningaári á hverjum áratug og þannig teknar ellefu sneiðmyndir af sögu kvenna undanfarin hundrað ár. Fjallað er um kvennablöð og kvennaframboð, kvennafrí og kvennaverkföll, um baráttu kvenna fyrir hlutdeild í stjórn landsins og frelsi til að ráða menntun sinni og atvinnu, barneignum og ástarsamböndum. Við sögu koma konur úr öllum stéttum, ungar og gamlar, úr sveit og bæ, húsfreyjur sem börðust fyrir rafmagni, vatnsveitu og heilnæmri mjólk og konur sem brutu blað þegar þær urðu læknar, bílstjórar, veðurfræðingar, snyrtivöruframleiðendur og rafvirkjar. Áður ósagðar sögur kvenna njóta sín í lifandi texta og bókina prýðir fjöldi mynda af konum í leik og starfi í hundrað ár.

Konur sem kjósa er stórvirki sem byggir á áralöngum rannsóknum og samvinnu fjögurra fræðimanna á sviði kvenna- og kynjasögu, stjórnmála- og menningarsögu."

https://sogufelag.is/product/konur-sem-kjosa-aldarsaga/

Viðburðurinn er haldinn á Zoom og við bjóðum alla sem hafa áhuga að mæta og vera með okkur.
https://zoom.us/j/92265523954