Framboðskönnun FSR

50 gefa kost á sér í framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hefst í dag, 17. desember, kl. 17:00 og lýkur kl. 17:00 á sunnudag, 21. desember. Hér komist þið inn á kjörseðilinn: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com

Þeir sem gefa kost á sér eru fjölbreytilegur hópur karla og kvenna á ýmsum aldri með allrahanda bakgrunn, menntun og reynslu, flest með mikla reynslu af ýmiss konar félags- og stjórnmálastarfi. Nöfn þeirra liggja frammi á vefsetri flokksins, slóð: https://xs.is/frambjodendur-fsr þar sem þeir kynna sig einnig hver um sig.