Zoom

Lýðræði, mannréttindi og úrslitin í Bandaríkjunum

Gestir fundarins eru þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra og Dagfinnur Sveinbjörnsson forstjóri Arctic Circle

Alþjóðanefnd Samfylkingarinnar býður á opinn fund um lýðræði, mannréttindi og hnattrænar áskoranir í kjölfar sögulegra kosninga í Bandaríkjunum; Bakgrunnur, staða, þróun

Framsögumenn eru þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar og Dagfinnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle.

Á þessum opna Zoom-fundi alþjóðanefndarinnar verða viðfangsefnin ekki af minna taginu, en fjallað verður um stöðu lýðræðis, mannréttinda og annarra stórra hnattrænna áskoranna á borð við loftslagsvána, bæði í ljósi þeirra breytinga sem vænta má með nýjum íbúum Hvíta hússins í Bandaríkjunum á næsta ári, sem og almennt í ljósi þróunarinnar undanfarið.

Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt fram í dagsljósið veikleika í alþjóðakerfinu, ójöfnuð og ólýðræðislega stjórnarhætti víða, auk þess sem pópúlistar á borð við Donald Trump hafa sótt í sig veðrið.

Ingibjörg Sólrún og Dagfinnur flytja framsögur og spjalla að þeim loknum við fundarmenn.

Fundarstjóri er Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar.

Tengjast Zoom fundinum hér: https://zoom.us/j/96286453317