Zoom

Réttarríkið Ísland eða pólitískur leikur?

Gestir fundarins eru þær Dr. Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík og Helga Vala Helgadóttir þingman Samfylkingarinnar

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til fjarumræðufundar um niðurstöður yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um landsréttarmálið og áhrif þess á stjórnskipan, réttarkerfið og stjórnmálin.

Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það er grundvallarréttur borgarana að geta rekið mál sín fyrir óháðum dómstólum. Gestir fundarins eru þær Dr. Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík og Helga Vala Helgadóttir þingman Samfylkingarinnar. Niðurstaða yfirdeildar verður skoðuð út frá stjórnskipan, réttarríkinu og síðast en ekki síst pólitíkinni í málinu.

Í framhaldinu gefst fundarfólki kostur á að taka þátt í umræðum og spyrja gestina.

Umræðustýra er Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir varaþingman.

https://zoom.us/j/99244881048