Zoom

Lýðræði, lýðskrum og siðferði í stjórnmálum

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til upphitunaræfingar fyrir innsetningarathöfn Joe Biden, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.

Fundurinn hefst klukkan 16.00 miðvikudaginn 20. janúar, á Zoom, og innsetningarathöfnin hefst klukkan 17.00.

https://zoom.us/j/92941951717

Lýðræðið er viðkvæmt og ekki sjálfgefið, eins og sannaðist þegar stuðningsmenn fráfarandi Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið í Washington í því skyni að stöðva staðfestingu þingsins á kjöri Biden. Lýðræðisríki virða niðurstöður kosninga, líka þegar valdhafar eru ekki sáttir, hvort sem um ræðir alþingiskosningar, forsetakosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur.


Hvernig gat þetta gerst? Hvernig hefur Bandaríkjaforseti nýtt sér veikleika samfélagsins? Hvaða hlutverki gegndi hatursorðræða gegn minnihlutahópum í forsetatíð Trump?


Var þetta tilraun til valdaráns? Hvaða hlutverki þjóna stöðug misvísandi skilaboð fráfarandi forseta, til að mynda um ætlað svindl póstkosninga?

Markar dagurinn í dag endalok Trump(isma) og endurkomu Bandaríkjanna?
- Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Verkefni Biden eftir valdatíð Trumps.
- Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Spegill fyrir Ísland.
- Elín Ósk Helgadóttir, aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarkona í SffR.

Ellen Calmon, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og forman SffR opnar fundinn.

https://zoom.us/j/92941951717