Zoom

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

1) Skýrsla stjórnar

2) Ársreikningur

3) Skýrsla skoðunarnefndar

4) Lagabreytingar

5) Ákvörðun um árgjald

6) Kjör formanns

7) Kjör gjaldkera

8) Kjör annarra stjórnarmanna

9) Kjör varamanna

10) Kjör þriggja manna í skoðunarnefnd

11) Kjör í nefndir

   a) í uppstillingarnefnd

   b) í aðrar nefndir sem aðalfundur ákveður

12) Önnur mál

https://zoom.us/j/95134590294

Hafir þú hug á að bjóða þig fram til stjórnarstarfa þá máttu gjarnan senda tilkynningu um það í tölvupósti á uppstillingarnefndina sem fyrst og þó eigi síðar en 15. febrúar. Uppstillingarnefnd hefur tekið til starfa fyrir aðalfund í henni eru þau Dóra Magnúsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir. 
Hlutverk nefndarinnar er að leggja fyrir aðalfund tillögur um frambjóðendur við kjör formanns, annarra stjórnarmanna, varamanna og skoðunarnefndarmanna.
Við hvetjum þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa að senda uppstillingarnefnd upplýsingar í tölvupósti fyrir 15. febrúar á netföngin:
Dóra 853 9953 - [email protected]
Gunnar Alexander 821 7289 - [email protected]
Sigríður Arndís 822 3067 - [email protected]

 

Tillögur til lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn 2 vikum fyrir boðaðan aðalfund. Lagabreytingartillögur skulu sendar út með öðrum fundargögnum minnst viku fyrir fund. Tillaga að lagabreytingum telst samþykkt fái hún 2/3 hluta greiddra atkvæða. 
Lagabreytingartillögur skal senda á tölvupóstfang: [email protected]

 

Úr lögum félagsins:

Aðalfundur, félagsfundir og opnir fundir

6. grein

Aðalfund skal halda fyrir lok febrúar ár hvert. Aðalfund SffR skal boða með þriggja vikna fyrirvara en senda skal út dagskrá með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. Við kosningar og kjörgengi í félaginu skal miða við rétta félagaskrá eins og hún var 31. desember. Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Fastir dagskrárliðir aðalfundar eru:

1) skýrsla stjórnar,

2) ársreikningur,

3) skýrsla skoðunarnefndar,

4) lagabreytingar,

5) ákvörðun um árgjald,

6) kjör formanns,

7) kjör gjaldkera,

8) kjör annarra stjórnarmanna,

9) kjör varamanna,

10) kjör þriggja manna í skoðunarnefnd,

11) kjör í nefndir,

   a) í uppstillingarnefnd,

   b) í aðrar nefndir sem aðalfundur ákveður,

12) önnur mál.

7. grein

Tillögur til lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn 2 vikum fyrir boðaðan aðalfund.

Lagabreytingartillögur skulu sendar út með öðrum fundargögnum minnst viku fyrir fund.

Tillaga að lagabreytingum telst samþykkt fái hún 2/3 hluta greiddra atkvæða. 

8. grein

Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna uppstillingarnefnd og einn til vara að tillögu fráfarandi stjórnar félagsins.

Hlutverk nefndarinnar er að leggja fyrir aðalfund tillögur um frambjóðendur við kjör formanns, annarra stjórnarmanna, varamanna og skoðunarnefndarmanna.

Tillögur uppstillingarnefndar skulu liggja fyrir á skrifstofu félagsins minnst viku fyrir aðalfund.

Aðrar tillögur skulu berast skrifstofu félagsins minnst 2 sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund. 

  

Lög félagsins má nálgast hér: https://www.sffr.is/l%C3%B6g