Zoom

Hvernig vinnum við gegn fátækt, er það hægt án hjálparsamtaka? 

Málefnanefnd velferðarhóps Samfylkingarinnar býður öllum á opinn rafrænann umræðufund um fátækt á Íslandi og hvernig við getum helst spornað við fátækt og ójöfnuði. Fyrirkomulag matargjafa skoðað frá ýmsum sjónarhornum og margt fleira verður til umræðu.

Tengjast fundinum hér https://zoom.us/j/95354219485

Gestir fundarins eru:

Ásdís A. Arnalds, starfandi forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ: Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar?

- sr. Bjarni Karlsson, sálgætir og siðfræðingur: Sumarhúsasyndromið - fátækt í taugakerfi þjóðar.

Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar: Aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt.

Hildur Oddsdóttir, Pepperi (Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt): Sjónarhorn notenda

Fundarstjóri er Vilborg Oddsdóttir formaður velferðarhóps Samfylkingarinnar og félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar.