Zoom

Kynningarfundur á stefnudrögum - Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum + Loftslag og umhverfi

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður með fjarfundarfyrirkomulagi laugardaginn 13. mars. Eitt af því sem liggur fyrir fundinum er að samþykkja endurskoðaða stefnu sem lengi hefur verið í vinnslu.
 
Endurskoðuð stefna Samfylkingarinnar er venjulega samþykkt á landsfundi en síðastliðið haust tók Landsfundur þá ákvörðun um að fresta þeirri vinnu til flokksstjórnarfundar. Einnig var ákveðið að fulltrúar á landsfundinum, sem fram fór 6. – 7. nóvember síðastliðinn, skyldu hafa atkvæðisrétt við afgreiðslu stefnunnar á flokksstjórnarfundi.
 
Endurskoðun stefnunnar hófst með vinnu sex málefnanefnda sem voru skipaðar árið 2018 og skiluðu tillögum sínum til stjórnar síðastliðið haust. Í kjölfarið voru drög að framtíðarsýn flokksins send aðildarfélögum til umsagnar og þau drög sem nú eru lögð fram taka meðal annars mið af því skjali og umsögnum frá aðilarfélögum. Nú heldur samráðsferlið áfram.

Að þessu sinni höfum við ákveðið að standa fyrir  þremur kynningarfundum þar sem fulltrúar stjórnar munu kynna drögin og eru þeir opnir öllum félögum í Samfylkingunni. Á þessum fundum gefast tækifæri til að koma athugasemdum og tillögum á framfæri beint til stjórnar. 
 
4. febrúar kl. 17:00 - 19:00 
Sterkt almennt velferðarkerfi + Menntakerfi sem tryggir öllum tækifæri

https://zoom.us/j/92200216911?pwd=Zy9KK3NmQmpmRWlmYTRodzhhWjQzUT09

8. febrúar kl. 17:00 - 19:00 
Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum + Loftslag og umhverfi

https://zoom.us/j/97920117724?pwd=YUJHUmI2TXQyYjZ0TXVqV1p1R3hLdz09

9. febrúar kl. 20:00 - 22:00 
Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi + Ísland í samfélagi þjóðanna 

https://zoom.us/j/99536637402?pwd=Q2JVUWIwRHExcU1IaFNJeVZPQkZaQT09

Hér getur nálgast stefnudrögin.