Zoom

Kvöldstund með Helgu Völu og Guðjóni

Helga Vala Helgadóttir og Guðjón S. Brjánsson ætla að eiga góða kvöldstund með félögum og bjóða upp á spjall á mánudagskvöldið kl. 19:30.

Endilega mætið á Zoom og takið þátt í spjalli um hin ýmsu málefni.


Helga Vala Helgadóttir er formaður velferðarnefndar svo það er upplagt að spurja hana um bólusetningar og sóttvarnir og Guðjón Brjánsson er í umhverfis og samgöngunefnd svo það er um að gera að spurja hann út í samgöngumálin til dæmis.


En þau vilja líka ræða um mál líðandi stundar eins og nýsköpunarmiðstöð og störf án staðsetningar.
Að lokum vilja þau spjalla um komandi kosningar og hvaða málefni Samfylkingin mun setja á oddinn. En eins og vonandi allir hafa tekið eftir leggur Samfylkingin upp úr grænni atvinnubyltingu um allt land.

Zoom linkur: https://zoom.us/j/92116128558