Duus Safnahús - gamla bíóhúsinu, Duusgötu 2-8 - 230 Reykjanesbær

Opinn fundur með Oddnýju og Loga

Þriðjudaginn 9. mars klukkan 20:00 verður Samfylkingin í Reykjanesbæ með opinn fund með þingmönnum Samfylkingarinnar þeim Oddnýju Harðardóttur og Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, í Duus safnahúsum.

Fundinum verður stýrt af Friðjóni Einarssyni, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Þingmennirnir munu fara yfir aðgerðir og skort á aðgerðum í heimsfaraldri og skrefin sem eru framundan. Þá þarf að huga sérstaklega að fjölgun starfa á Suðurnesjum, HSS, uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og hækkun atvinnuleysisbóta.

Við hlökkum til að eiga samtal við ykkur um þessi mál í persónu!

- Athugið -
Sóttvarnarreglum verður fylgt gaumgæfilega og fjöldatakmarkanir verða virtar.