Samfylkingarhúsinu Strandgötu 43 Hafnarfirði

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Bersinn, verður haldinn 6. maí kl. 20:00 í Samfylkingarhúsinu Strandgötu 43 Hafnarfirði.

Húsnæðið er á jarðhæð, blátt stæði fyrir utan og rampur yfir þröskuldinn. Fundarstjóri fundarins er Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og heiðursgestur fundarins er Kristrún Frostadóttir. Allir sem hafa áhuga á málefnum Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði eru velkomnir á fundinn. Minnum á sóttvarnir og grímu.

Annual congress of Young Social Democrats in Hafnarfjörður will be held May 6th, 8 pm, at the Samfylking house at Strandgata 43. The location is wheelchair accessible with a blue parking spot out front. Óskar Steinn Jónínuson Ómarson will chair the congress and Kristrún Frostadóttir is the guest of honour. Everyone welcome!

Candidacies for the board should be sent to [email protected] before midnight May 5th. The positions are as follows: chairman, vice-chairman, secretary, treasurer and two to four board members.

Dagskrá aðalfundar

 1. Setning.
 2. Kosning fundarstjóra og ritara.
 3. Skýrsla stjórnar og umræður. 
 4. Skýrsla gjaldkera og umræður, samþykkt reikninga. 
 5. Lagabreytingar. 
 6. Skemmtiatriði. 
 7. Umræða og afgreiðsla ályktana.
 8. Kynning á frambjóðendum.*
 9. Kosning í embætti: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, og tveir til fjórir meðstjórnendur.
 10. Val á heiðursfélaga/félögum ársins.
 11. Hátíðarræða gests aðalfundar.
 12. Fundarslit.

*Framboð í stjórn skulu berast til [email protected] fyrir miðnætti 5. maí.