Norræna húsið

Græn og réttlátt umskipti

SAMAK og flokkahópur jafnaðarmanna á Norðurlöndum bjóða ykkur velkomin á hádegisfund í Norræna húsinu kl. 12:00 á fimmtudaginn 27. maí um græn og réttlátt umskipti.

Fundinum verður einnig streymt á facebook síðu Socialdemokraterne i Nordisk Råd.

Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutalausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Norðurlöndin hafa alla burði til þess að leiða þessar umbreytingar á hátt sem tryggir áfram jöfnuð, en það er að mörgu að hyggja. Samræma þarf aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með það að markmiði að tryggja mannsæmandi störf og lífskjör.

SAMAK sem er samstarfsvettvangur norrænu jafnaðarmannaflokkanna og heildarsamtaka launafólks og S-Norden (flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði) leiða saman hesta sína í fundaröð um jöfnuð og grænu umskiptin og er þetta fjórði fundurinn í þeirri röð en sambærilegir fundir hafa farið fram rafrænt í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.
Í vetur kom út norræn skýrsla SAMAK: réttlát græn umskipti. Þar koma fram aðgerðir ríkjanna á vinnumarkaði sem eiga að tryggja lífskjör vinnandi fólks samhliða loftslagsaðgerðum. https://samak.info/.../SAMAK-Klima-og-naturrapport-2021...

Dagskrá

  • Oddný Harðardóttir - fulltrúi flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði.
  • Jan-Erik Støstad - frá SAMAK segir frá skýrslu SAMAK og norrænu samstarfi
  • Aldís Mjöll Geirsdóttir - forseti Norðurlandaráðs æskunnar - framtíð unga fólksins
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - BSRB fjallar um skýrsluna Réttlát umskipti https://www.bsrb.is/.../Utge.../rettlat_umskipti_skyrsla.pdf
  • Fundarstjóri: Heiða B. Hilmisdóttir