Zoom

Stefnumót með frambjóðanda - Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala fréttabanner

Stefnumót með frambjóðendum – spurt og spjallað?

Hver er uppáhaldsmatur Helgu Völu? Fyrir hverju brennur hún?

https://www.youtube.com/watch?v=C4-JSXxU0-c

Þetta og margt margt fleira færðu að vita ef þú sest við skjáinn á næstu dögum til að kynnast frambjóðendum okkar í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmunum suður og norður.

„Ég hlakka til komandi mánaða og missera.“ - Helga Vala.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til rafrænna stefnumóta með þeim Jóhanni Páli, Helgu Völu, Kristrúnu, Dagbjörtu, Viðari og Rósu Björk núna í byrjun maí sem hér segir:

Helga Vala Helgadóttir

Fædd 14. mars 1972 gift Grími Atlasyni framkvæmdastjóra Geðhjálpar og saman eigum við fjögur börn, barnabörn og geimköttinn Júrí.

---

Kæru flokkssystkin, ég býð fram krafta mína til að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Þetta jómfrúarkjörtímabil hefur verið mjög lærdómsríkt og ég er þakklát fyrir þau verkefni sem mér hafa verið falin, m.a. að gegna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrri hluta kjörtímabilsins og svo í velferðarnefnd Alþingis frá haustinu 2019. Auk þessara starfa hef ég setið í umhverfis- og samgöngunefnd, þingmannanefnd um málefni barna og kjörbréfanefnd.

Það fer ekkert á milli mála að kosningar eru handan við hornið, en kosningabaráttan hófst strax við upphaf haustþings. Stór pólitísk mál eru í umræðu þar sem stjórnarflokkarnir splundrast í sundurlyndi og þingmenn keppast við að ná athygli um hvað sem er. Á sama tíma erum við að takast á við gríðarstórt verkefni í kjölfar heimskreppu, að tryggja velferð almennings og velferðarsamfélagsins á allan mögulegan hátt. Þar skiptir höfuðmáli að stefna okkar jafnaðarmanna sé alltumlykjandi því þannig tryggjum við hagsmuni fjöldans en ekki sérhagsmuni. Við í þingflokknum mættum vel nestuð til þings í haust, með skýra stefnu um það hvernig við teljum best að koma okkur af stað út úr kófinu. Við leggjum, hér eftir sem hingað til, höfuðáherslu á að gæta að jöfnuði og mannréttindum, tryggja velferðar- og heilbrigðiskerfið, auka fjölbreytta atvinnu um allt land og síðast en ekki síst tryggja græna stefnu fyrir Ísland til framtíðar. Þannig er hlutverk okkar að sýna kjósendum fram á skýran valkost fyrir almenning í landinu. Valkost sem þorir að hugsa út fyrir rammann, sem þorir að koma fram með nútímalausnir en ekki endurunnar lausnir gamalla tíma. Ég er þess fullviss að með því að koma samstíga og kjörkuð fram með skýra framtíðarsýn muni kjósendur fela okkur í Samfylkingunni lyklana að stjórnarheimilinu.

Ég hlakka til komandi mánaða og missera. Ég er tilbúin til áframhaldandi starfa fyrir Samfylkinguna í því hópverkefni sem stjórnmálin eru.

Til þjónustu reiðubúin!