Edinborgarhúsið - Ísafirði

Aðalfundur á N Vestfjörðum

Ágæti félagi í Samfylkingunni á N Vestfjörðum

Boðað er til aðalfundar félagsins þann 15. júní kl 20.00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Á dagskrá fundarins auk aðalfundarstarfa verður tekin fyrir ósk frá Samfylkingunni í Vesturbyggð um að ganga í félagið á N Vestfjörðum. Verði tillagan samþykkt mun stjórnin bera upp tillögu að nýjum lögum félagsins ásamt nýju nafni. Meðfylgjandi er tillaga að nýjum lögum sem stjórnin mun bera upp á aðalfundinum. 

Dagskrá aðalfundarins:
1.       Skýrsla stjórnar.
2.       Reikningar félagsins lagðir fram.
3.       Skýrslur nefnda sem starfa á vegum félagsins.
4.       Breytingar á lögum félagsins.
5.       Kosning formanns.
6.       Kosning stjórnar, fjögurra aðalmanna og tveggja til vara.
7.       Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
8.       Ákvörðun um félagsgjald.
9.       Önnur mál
 
Við hvetjum ykkur til að taka þátt í fundinum og hafa þannig áhrif á starfið okkar í heimabyggð og á landsvísu. Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum.

Stjórn Samfylkingarinnar á N Vestfjörðum