Hilton

Lykillinn að framtíðinni - auka flokksstjórnarfundur

Við ætlum að hittast og kynna alla lista Samfylkingarinnar til Alþingiskosninganna í haust og kynnast mörgum af hinum frábæru frambjóðendum betur.

Aðeins 150 manns komast að vegna sóttvarnartakmarkana - og við hvetjum því fólk til að skrá sig tímalega. Fundinum verður þó einnig streymt af heimasíðu flokksins fyrir þau sem ekki komast að eða eiga ekki heimangengt.

Skráning hér: https://forms.gle/JuT4zvfgNAPwhwqd6
Mannauðurinn er mikill og munu efstu sætin verða með okkur á fundinum þar sem ætlum að ræða ýmis málefni og njóta þess að vera saman eins og reglur leyfa. Framboð til Alþingis á vegum Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannaflokks Íslands þarf endanlega staðfestingu flokksstjórnar. Þessi fundur verður með töluvert öðru sniði en reglulegir flokksstjórnarfundir. 

Dagskrá

Dagskrá

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, setur fundinn
  • Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, heldur ræðu
  • Framboðslistar Samfylkingarinnar til Alþingiskosninganna 25. september kynntir og bornir upp til samþykktar
  • Lykillinn að framtíðinni
  • GDRN og Magnús Jóhann spila fyrir gesti
  • Umræðustofa með frambjóðendum

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

Skipulag fundarins miðast við sóttvarnarreglur líðandi stundar. Ykkur kæru félagar verður skipt niður í hólf á borð af skipuleggjendum og verður ekki hægt að færa sig á milli borða né hólfa - skráningarform finni þið í tölvupósti sem barst flokksstjórninni 20. maí.


Kaffigjaldið er 2.000 og þarf að greiða fyrirfram og setja í útskýringu Flokksstjórn.
Reikningsnúmer: 0111-26-29928
Kennitala: 690199-2899