Máttarstólpar - umsóknarfrestur er til 20. maí

hvítt lógó, samfylkingin

Máttarstólpar er sjóður sem hefur það hlutverk að styðja við uppbyggingu flokksstarfs Samfylkingarinnar um land allt, sjóðurinn er fjármagnaður með frjálsum framlögum flokksmanna og framlagi frá flokknum. Sjóðurinn hefur styrkt fjölmörg verkefni frá stofnun hans 2005. Ný stjórn var skipuð á fundi framkvæmdastjórnar 22. febrúar s.l.  þau eru; Kristín Sævarsdóttir Kópavogi sem jafnframt er formaður stjórnar, Bryndís Friðbjörnsdóttir Ísafirði, Björgvin G. Sigurðsson Árborg, Jóhann Jónsson Akureyri og Sigfús Ómar Höskuldsson Reykjavík. Styrkjum verður úthlutað tvisvar á ári og í vetur voru samþykktir styrkir fyrir 1,3 millj kr. en heildar framlag til sjóðsins í ár er 3,6 millj kr. 

 • Rétt til að sækja um styrki í sjóðinn eiga öll aðildarfélög Samfylkingarinnar, kjördæmisráð, sérsambönd og einstakir flokksfélagar. Einnig önnur þau félög og stofnanir á vegum flokksins sem hyggjast standa fyrir sérstökum verkefnum.

  Umsóknarfrestur um styrk úr annarri úthlutun þessa árs er til 20. maíu, msóknir þurfa að berast skrifstofu flokksins á netfangið [email protected] fyrir þann tíma.  Skila skal umsóknum til sjóðsins með bréfi er tiltekur tilgang og inntak verkefnis, ábyrgðaraðila, framkvæmdaraðila, verkáætlun og fjárhagsáætlun. Þá skal koma fram fjárhæð styrkumsóknar.

  Stjórn sjóðsins fer yfir umsóknir og úthlutar styrkjum. Styrkir eru greiddir í tvennu lagi og nauðsynlegt er að skila lokaskýrslu um framgang verkefnisins og mat á áragri til að fá lokagreiðslu.

  Stjórn Máttarstólpa hefur tekið saman eftirfarandi lista sem ætlað er að gefa hugmyndir um verkefni sem til greina gætu komið við úthlutun styrkja.  Rétt er að ítreka að þessum lista er einungis ætlað að vekja innblástur en ekki þrengja á neinn hátt svigrúm flokksmanna til að leggja til hver þau verkefni sem hugur þeirra stendur til sem eflt geta innra starf flokksins. Listinn er á engan hátt tæmandi og er hvatt til þess að félagar noti  hugmyndaflugið  og sköpunarkraft við mótun verkefna.

  Hugmyndalisti:
  •          útgáfuverkefni, þ.e. ný verkefni til viðbótar reglulegri útgáfu
  •          málþing og fundaraðir um pólitík
  •          fyrirlestrar
  •          námskeiðahald
  •          menningardagskrá
  •          átak til söfnunar nýrra flokksfélaga
  •          rannsóknarverkefni í þágu stefnumótunar
  •          ...og margt fleira

  Meðfylgjandi er reglugerð og úthlutunarreglur Máttarstólpa.