Verkalýðsvöfflukaffi í Reykjavík

Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar bjóða í vöfflukaffi þar sem gestir geta sest niður og rætt hagsmunamál vinnandi fólks í aðdraganda kosninga. Sérstakur gestur er Þórarinn Eyfjörð nýkjörinn formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Frambjóðendur verða á staðnum og Helga Vala mun leiða lifandi samtal.