Gróska hugmyndahús - Fundur fólksins

Betra líf fyrir fjölskyldur, betri kjör fyrir eldra fólk og öryrkja

Sjáumst á Fundi fólksins!

Betra líf fyrir fjölskyldur, betri kjör fyrir eldra fólk og öryrkja

Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á fjölskyldurnar í landinu fyrir komandi kosningar. Við boðum hærri barnabætur sem langt um fleiri fjölskyldur í landinu munu njóta.

Eldra fólk og öryrkjar hafa dregist langt aftur úr í lífskjörum á síðustu árum og hvergi eru skerðingar í almannatryggingum jafn miklar en á Íslandi. Þessu verður að breyta!

Samfylkingin mun stíga markviss skref strax í upphafi kjörtímabilsins.   

Á Fundi fólksins munu frambjóðendur okkar ræða þessi mikilvægu mál og við bjóðum ykkur að vera með í samtalinu og spyrja spurninga.

Í pallborði verða:

Helga Vala Helgadóttir – alþingiskona

Rósa Björk Brynjólfsdóttir – alþingiskona

Viðar Eggertsson – leikstjóri og eldri borgari

Sigurður Orri Kristjánsson – stjórnmálafræðingur, ríkisstarfsmaður og íþróttafréttamaður

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, leiðir umræður.