KOSNINGAPEPP XS REYKJAVÍK Á PRIKINU
Samfylkingin er í stórsókn og þá er tilvalið að þétta raðirnar á Priki allra landsmanna.
Kvöldið fyrir kosningar, föstudaginn 24. september, ætlar Samfylkingin í Reykjavík að bjóða upp í dans, spjall við frambjóðendur og almennar víbrur. Frambjóðendur úr báðum Rvk kjördæmum verða á svæðinu, til í spjall um allt á milli himins og jarðar, þar á meðal Kristrún Frostadóttir (Rvk-S) og Jóhann Páll Jóhannsson (Rvk-N).
Prógrammið er ekki flókið:
Frír bjór á barnum
Animona og SÓLEY sjá um tónlistina
Frambjóðendur í húsi
Kalt úti – Hlýtt inni
Komdu og taktu óákveðnu vini þína með þér, fáið ykkur einn kaldan, spjallið við Kristrúnu, Jóa og fleiri og förum svo og kjósum þau daginn eftir.