Hafnargata 19, Reykjanesbæ- við hliðina á Ránni

Verkalýðsvöfflukaffi í Reykjanesbæ

Við ætlum að ræða málefni vinnandi fólks á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, Hafnargötu 19 - við hliðina á Ránni, laugardaginn 18. sept. kl. 10:30.

Samtal vinnandi fólks um það sem okkur liggur á hjarta.

Gestur okkar er Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, hún heldur stutt erindi og spjallar við gesti og gangandi, Oddný Harðardóttir oddviti í Suðurkjördæmi verður fundarstjóri.

Á borðum verða rjúkandi vöfflur með rjóma. Börn eru hjartanlega velkomin.

Ekki láta þetta fram hjá þér fara!