Morgunkaffi hjá 60+ Hafnarfirði
Verið velkomin á fund 60+ í Hafnarfirði fimmtudaginn 14. október kl. 10 til 12, í húsnæði Samfylkingarinnar Strandgötu 43 - Hafnarfirði.
Fundurinn er fyrir okkur í 60+ til að ræða vetrarstarfið okkar fram undan og samskipti við önnur félög 60+ á höfuðborgarsvæðin.
Við skulum koma saman og eiga góðar og málefnalegar umræður, að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.