Sunnuhlíð

Félagsfundur á Akureyri

Almennur félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri verður haldin mánudaginn 8. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Sunnuhlíð, í sal félagsins á 2. hæð. 

Á dagskrá verða umræður um komandi sveitarstjórnarkosningar næsta vor og fyrirkomulag um röðun á lista flokksins.

Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Það skiptir máli að taka þátt í starfi félagsins og við í sameiningu höldum stöðu okkar í bæjarstjórn Akureyrar næstu fjögur árin eins og við höfum gert undanfarin kjörtímabil.  

Á næstu dögum verða sendir valgreiðsluseðlar í heimabanka skráðra félaga hér á Akureyri. Er það von stjórnar að fólki sjái sér fært um að greiða árgjaldið fyrir árið 2021. 

Minnum jafnframt á að á laugardögum milli kl. 10-12 erLaugardagskaffien þangað eru allir velkomnir í kaffi, kruðerí og fjörugt spjall um daginn og veginn.  

Áfram XS- Akureyri.