Kex Hostel - Gym og Tonic

Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna

Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna verður haldinn fimmtudagskvöldið 4. nóvember nk. kl. 19.30 í Gym&Tonic salnum á Kex Hostel, Reykjavík.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins, en þau eru að samþykkja lagabreytingar og endurskoðaða reikninga, að kjósa sjö fulltrúa í aðalstjórn, sjö í varastjórn og einn skoðunarmann reikninga. Þá munum við tilnefna fulltrúa félagsins á aðalfund fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík (FSR)

Reiknað er með stuttum en snörpum fundi, því mál málanna verður að spjalla við gesti kvöldsins sem verða sitjandi þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þau Helgu Völu Helgadóttur, Jóhann Pál Jóhannsson og Kristrúnu Frostadóttur. Við ætlum að ræða helstu þingmálin og hvað komandi kosningavetur gæti borið í skauti sér, sem og önnur mál sem brenna á fundargestum.

Framboð til stjórnar og lagabreytingar skulu berast á netfangið [email protected].