Zoom

Leikskólamál í Hafnarfirði

Samfylkingarfélagið í Hafnarfirði boðar til félagsfundar mánudaginn 22. nóvember kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn rafrænt í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og eru öll velkomin. 

ATH. Hlekkur á fundinn verður settur inn á þennan viðburð https://fb.me/e/TOFLMfT8  kl. 19:00 mánudaginn 22. nóvember. Þú þarft ekki að hafa sérstakan aðgang að Zoom til þess að komast inn á fundinn, þú smellir einfaldlega á hlekkinn þegar hann birtist inn á þessum facebook viðburði.

Á fundinum verður fjallað um stöðuna á leikskólum Hafnarfjarðarbæjar út frá könnun sem Verkalýðsfélagið Hlíf gerði á meðal almenns starfsfólks á leikskólum bæjarins.  

Eyþór Árnason, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlíf og Guðmundur Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins Hlíf kynna niðurstöður könnunarinnar fyrir fundargestum.

Leikskólamálin eru oftar en ekki umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga og líka einn sá mikilvægasti. Hér er ekki aðeins um að ræða veigamikla þjónustustoð bæjarfélagsins okkar heldur fyrst og fremst fyrsta skólastig barnanna okkar. Með því að hlúa vel að þessum mikilvæga málaflokki leggjum við góðan grunn að betri samfélagi og bættri framtíð.

Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta!