Félagsfundur í Hafnarfirði - val á frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar

Mánudaginn 6. desember n.k. kl. 20:00 boðar stjórn Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði til félagsfundar. Á fundinum mun stjórn leggja fram tillögu til kosninga um hvernig velja skuli frambjóðendur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí 2022. Fundurinn er opinn öllu flokksbundnu samfylkingarfólki með lögheimili í Hafnarfirði og hefur það kosningarétt á fundinum.
Fundurinn verður haldinn rafrænt í gegnum fjarfundarbúnað og einnig er öllum velkomið að mæta í Samfylkingarhúsið, á Strandgötu 43 í Hafnarfirði.
Þau sem ætla að mæta rafrænt á fundinn eruð vinsamlegast beðin um að skrá ykkur á fundinn hér fyrir neðan.
- Þau sem ætla að mæta á staðfund á Strandgötu 43 kl. 20:00 skrá sig á fundinn þar þegar þau mæta.