Framboðs- og tilnefningarfrestur í Reykjanesbæ

VILT ÞÚ TILNEFNA Á LISTA FYRIR BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR?

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ 17. janúar var kosin uppstillingarnefnd sem setja á saman tillögu að S-lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi bæjastjórnarkosningar 2022 og leggja hann fyrir félagsfund til samþykktar.

Uppstillinganefndin kallar því hér með eftir tilnefningum á fólki sem þú vilt sjá á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ við næstu kosningar. Ekkert mælir gegn því að hver og ein/n gefi kost á sjálfri/um sér (það er ekki skilyrði að viðkomandi sé nú þegar félagi í flokknum).

Þegar tilnefningar hafa borist mun uppstillinganefnd kanna hvort viðkomandi er tilbúin/n að gefa kost á sér.

Tilnefningarferlið stendur til miðnættis 31. janúar 2022, tilnefningar má senda á netfangið [email protected] og fullum trúnaði er heitið.