Framboðs- og tilnefningarfrestur í Kópavogi

Kjörnefnd Samfylkingingarinnar í Kópavogi óskar eftir tilnefningum, frá flokksfólki, á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí 2022. Það er ekki skilyrði að tilnefndir aðilar séu skráðir í Samfylkinguna. Hægt er að tilnefna sjálfan sig og hvatt er til þess að tilnefna fólk af öllum kynjum og þjóðernum. Fullum trúnaði er heitið. Hægt er að tilnefna einstaklinga fram til 11. janúar 2022.

Tilnefningar og fyrirspurnir skulu berast á netfangið [email protected] í síðasta lagi 11. janúar 2022.

Öll áhugasöm um bæjarmál í Kópavogi sem aðhyllast hugsjónir jafnaðarfólks eru hvött til að íhuga framboð.