Fjölskylduhátið XS í Hafnarfirði

Jafnaðarmenn í Hafnarfirði bjóða gestum og gangandi í gleði og gaman á Thorsplani frá kl. 14:00 til 16:00 laugardaginn 7. maí.
Það verður mikið húllumhæ!
Hoppukastalar verða á staðnum og candyfloss að sjálfsögðu í boði. Snillingarnir í Sirkus Íslands koma í heimsókn og blöðrulistamaður verður á svæðinu.
Við hlökkum til að sjá ykkur og það eru að sjálfsögðu öll velkomin!