Barion Mosfellsbæ

KosningaKVISS allra framboða á Barion

KosningaKVISS (PubQuiz) á Barion fimmtudaginn 12. maí kl. 21:00.
Keppni á milli framboða og tækifæri til að hitta frambjóðendur á léttari nótum þegar korter er til kosninga.

Þrír frá hverju framboði keppa sín á milli auk þess sem gestum verður síðan boðið að etja við þau kappi.

Stjórnendur er Anna Ólöf og Hilmar hjá Mosfellingi.

Keppnin fer fram í gegnum síma og svörin og úrslitin birtast jafnóðum á risaskjá (Kahoot).