Þverholt 3, Mosfellsbær

Samfylkingarfélagið í Mosfellsbæ: Félagsfundur

Samfylkingin í Mosfellsbæ býður til opinsfélagsfundar laugardaginn 24. september kl. 11 -13, Þverholti 3 - Mosfellsbæ.Nú þegar haustið er að ganga í garð er tilvalið að hittast og ræða saman um komandi vetur og hvernig við viljum haga starfinu í vetur. Á boðstólnum verður rjúkandi haustsúpa og kaffi. 

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, kemur á fundinn þann 24. september og ræðir við okkur um dröginn að uppfærðri stefnu. Neðar í póstinum er að finna drög að uppfærðri stefnu flokksins og félagsfólki gefst kostur á að yfirfara drög að stefnu flokksins og gefa henni umsögn, breyta og bæta. Hér eru drögin aðgengileg.

Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi en til að fá þann rétt er aðildarfélögum skylt að kjósa fulltrúa úr sínum röðum. Ef fleiri eru í kjöri en fulltrúatala segir til um þá skal kosning fara fram leynilega og skriflega.

Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera kjörinn landsfundarfulltrúi. Stjórn aðildarfélagsins fer yfir skráningar og leggur endanlegan lista af landfundafulltrúum til kosninga á félagafundinum.

Skrá mig sem landsfundarfulltrúa Samfylkingarfélagsins í Mosfellsbæ.