Vínstúkan 10 sopar, Laugavegur 27

Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna: Félagafundur

Kæri frjálslyndi félagi, skráning er hafin á landsfundarfulltrúum!

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28.-29. október 2022 í á Grand Hótel í Reykjavík. Landsfundur er opinn öllum flokksfélögum Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokki Íslands, með málfrelsi og tillögurétti.

Upplýsingar um landsfundinn má finna heimasíðu Samfylkingarinnar. Samkvæmt lögum flokksins ber félögum aðildarfélaga að kjósa fulltrúa sína formlega á félagsfundi, sem einir hafa atkvæðisrétt á landsfundi. Það er því mikilvægt að tryggja sér seturétt á landsfundi í tæka tíð og senda okkur tölvupóst á formann félagsins, 
[email protected]  þar sem fram koma upplýsingar um
a) fullt nafn, b) kennitölu, c) símanúmer og d) virkt netfang. 


Við stefnum á að kjörið fari fram miðvikudaginn 28. september nk. á súpufundi í hádeginu á Vínstúkunni 10 Sopum, Laugavegi 27 101 Reykjavík, þar sem við fáum til okkar góða gesti. Nánari tímasetning og dagskrá er að vænta á allra næstu dögum. Skráningu landsfundarfulltrúa lýkur kl. 10:00 fyrir hádegi samdægurs.
Á fundinum gefst okkur jafnframt tækifæri til að eiga saman samtal um framlagðar breytingar á stefnu flokksins, sem er í viðhengi. Landsfundarfulltrúar eru hvattir til að koma breytingartillögum sínum á framfæri á til þess gerðu eyðublaði sem einnig er í viðhengi.

Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp landsfundarfulltrúa og taka þátt í starfi Samfylkingarinnar sem fulltrúi félagsins er þér velkomið að skrá þig eða senda tilnefningar um fulltrúa með tölvupósti á [email protected].

Með bestu kveðju, Dagbjört Hákonardóttir formaður FFJ