Sóltún 26, 105 Reykjavík

Opinn umræðufundur um verðbólgu og vaxtahækkanir - áhrif á heimilin og fólkið í landinu

Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir opnum umræðufundi um verðbólgu og vaxtahækkanir - áhrif á heimilin og fólkið í landinu miðvikudaginn 21. september 2022 kl. 17.30 - 19:00 í Sóltúni 26 þar sem Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ og Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur hjá Frontier Economics í Þýskalandi verða með erindi.

Dagskrá:

Verðbólgan og staða heimilanna – margslunginn vandi sem krefst margþættra lausna, Auður Alfa Ólafsdóttir.

Verðbólgudraugasögur, Eiríkur Ragnarsson.

Umræður.

Kaffi á könnunni og öll velkomin!