Teams

Samfylkingin í Kópavogi: Félagsfundur

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. & 29. október á Grand Hótel Reykjavík.

Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi en til að fá þann rétt er aðildarfélögum skylt að kjósa fulltrúa úr sínum röðum. Kosningar fulltrúa og varafulltrúa á landsfund skulu fara fram á félagsfundi. Ef fleiri eru í kjöri en fulltrúatala segir til um þá skal kosning fara fram leynilega og skriflega.

Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Samfylkingarfélagið í Kópavogi er því með 104 landsfundarfulltrúa inn á landsfund Samfylkingarinnar.

Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera kjörinn landsfundarfulltrúi. Stjórn aðildarfélagsins fer yfir skráningar og leggur endanlegan lista af landfundafulltrúum til kosninga á félagafundi.

Skráningu lýkur 27. september (á miðnætti) og verða tillögur lagðar fram á félagafundi 28. september kl. 20:00 á Teams.

Fundarhlekkur hér.

Skráning hér.

Hér er að finna drög að uppfærðri stefnu flokksins og félagsfólki gefst kostur á að yfirfara drög að stefnu flokksins og gefa henni umsögn, breyta og bæta. Hér eru drögin aðgengileg.