Smiðjuvellir 8 - í sal Rauða krossins á Suðunesjum

Samfylkingin Reykjanesbæ: Aðalfundur og kjör landsfundarfulltrúa

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ verður haldinn þriðjudaginn 4. október kl. 20.00 í sal Rauða krossins á Suðurnesjum á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ.

Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf en auk þess verða kosnir fulltrúar félagsins á landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður í lok október.

Þeir sem vilja gefa kost á sér sem landsfundarfulltrúar félagsins skrái sig hér.

Skráningu lýkur 3. október (á miðnætti) og tillaga að skipan landsfundarfulltrúa verður lögð fram á aðalfundinum.