Grand Hótel

Landsþing 60+

Boðað hefur verið til Landsþings 60+ þann 28. október. Landsþingið hefst kl. 10 og gert er ráð fyrir að því verði lokið kl. 12. 

Allir Samfylkingarfélagar sem orðnir eru sextugir, hafa rétt til að sitja landsþingið með fullum réttindum. Fyrir þinginu liggur tillaga til breytingar á 8. laga landssamtakanna 60+ um fjölgun varamanna í stjórn úr tveim í fjóra. 

Auk venjulegra aðalfundastarfa verða góðir gestir á Landsþinginu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ávarpar þingið, en hún átti hugmyndina fyrir tæpum 20 árum að því að stofna þennan vettvang eldra fólks í flokknum. 

Eftir að aðalfundarstörfum er lokið verða munu þau Oddný Harðardóttir og Jóhann Páll Jóhannsson ræða við fundarfólk.