Þverholt 3, Mofellsbær

Laugardagskaffi með bæjarfulltrúa

Í vetur verðum við með opið hús fyrsta laugardag hvers mánaðar frá kl. 11 til kl. 13 í Þverholti 3. Fyrsta opna húsið verður þann 1. október, næstkomandi laugardag. 

Anna Sigríður bæjarfulltrúi og fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndum munu fara yfir helstu mál sem eru til umfjöllunar hjá meirihlutanum á vettvangi bæjarstjórnar og nefnda, svara spurningum og spjalla við gesti.

Léttur hádegisverður verður í boði. Hlökkum til að hitta ykkur sem flest.