Sóltún 26

Spjallkaffi 60+ í Reykjavík

Við ætlum að hafa spjallkaffi nk. miðvikudag, 19. október kl. 10 - 12, í húsnæði Samfylkingarinnar Sóltúni 26. Gestur okkar að þessu sinni verðurGuðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fyrrv. ráðherra.

Spjallkaffið er að venju í Sóltúni 26 á skrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta er síðasta spjallkaffi fyrir landsfund. 

Boðað hefur verið til Landsþings 60+ þann 28. október. Landsþingið hefst kl. 10 og gert er ráð fyrir að því verði lokið kl. 12. Landsfundur Samfylkinginnar hefst svo um kl. 13 sama dag, föstudaginn 28. október.

Auk venjulegra aðalfundastarfa verða góðir gestir á Landsþinginu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ávarpar þingið, en hún átti hugmyndina fyrir tæpum 20 árum að því að stofna þennan vettvang eldra fólks í flokknum. 

Eftir að aðalfundarstörfum er lokið verða munu þau Oddný Harðardóttir og Jóhann Páll Jóhannsson ræða við fundarfólk.

Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur.
Hlökkum til að sjá þig.