Sóltún 26

Spjallkaffi 60+ í Reykjavík

Við ætlum að hafa spjallkaffi nk. miðvikudag, 5. október, í húsnæði Samfylkingarinnar Sóltúni 26. Gestur okkar að þessu sinni verðurKjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar. Kjartan kemur kl 11.00 og ætlar að segja okkur frá samvinnu verkalýðsfélaga og sósíaldemókrata á Norðurlöndunum. Hvernig því er háttað og af skerptum áherslum í þeirra samstarfi. Kjartan sat nýlega ráðstefnu í Stokkhólmi um þessi málefni.

Spjallkaffið er að venju í Sóltún 26 á skrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Ég vil einnig minna alla þá sem vilja og ætla sér að mæta á Landsfundinn okkar dagana 28. og 29. október að skrá sig. Við getum ekki skráð okkur eftir að fresturinn er útrunnin. Hafa skal í huga að ALLIR verða að skrá sig sjálfir. Frestur rennur út á morgun 4. október. 

Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur.
Hlökkum til að sjá þig.